Kanna rekstur Arion banka á Pennanum 26. október 2011 03:30 Höskuldur ólafsson Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira