Kanna rekstur Arion banka á Pennanum 26. október 2011 03:30 Höskuldur ólafsson Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira