Hefur skapað afleitar samkeppnisaðstæður 26. október 2011 04:00 Skýrslankynnt Páll Gunnar Pálsson ásamt Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar skýrslan „Samkeppni eftir hrun“ var kynnt. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“ Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“
Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira