Hefur skapað afleitar samkeppnisaðstæður 26. október 2011 04:00 Skýrslankynnt Páll Gunnar Pálsson ásamt Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar skýrslan „Samkeppni eftir hrun“ var kynnt. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“ Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira