Að loknu Umhverfisþingi Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun