Fyrsta útgáfa The Charlies verður mixteip 25. október 2011 10:00 ÖnnuM kafnar Þær Steinunn, Klara og Alma í The Charlies voru að opna vefsíðu þar sem verður meðal annars hægt að hlusta á nýju smáskífu þeirra Monster (Eat Me) frá og með 11. nóvember. Mynd/Gréta Karen Grétarsdóttir „Við erum spenntar að leyfa fólki að heyra afraksturinn enda höfum við tekið upp gríðarlega mikið efni síðan við fluttum út," segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona í hljómsveitinni The Charlies. Eitt og hálft ár er liðið síðan Alma, Klara og Steinunn fluttu til Los Angeles með samning við Hollywood Records upp á vasann. Hinn 11. nóvember næstkomandi verður hægt að heyra forsmekkinn af fyrstu breiðskífu The Charlies sem Alma segir að komi út á næsta ári. Þá geta áhugasamir nálgast tóndæmi á nýrri heimasíðu þeirra, thecharliesofficial.com. „Við ákváðum að koma með svokallað mixteip fyrst og gefa fólki tækifæri til að hlaða niður tónlistinni okkar frítt frá heimasíðunni," segir Alma en umrætt mixteip verður eins konar smáskífa með frumsömdu efni í bland við endurgerð lög. Ekki er algengt að popptónlistarmenn feti þessa braut í útgáfu en hingað til eru það aðallega plötusnúðar og hiphop-tónlistarmenn sem gefa út svona smáskífur. Smáskífa The Charlies ber heitið Start a Fire og inniheldur brot af því sem þær hafa unnið að undanfarið ár. „Þetta eru sex lög sem gefa góða mynd af þeirri stefnu og stíl sem fyrsta breiðskífan okkar hefur að geyma. Meiripartinn unnum við með upptöku- og lagahöfundateyminu StopWaitGo," segir Alma en fyrsta lagið er samið af henni og strákunum í StopWaitGo og nefnist Monster (Eat Me). „Við stefnum á að koma með tónlistarmyndband við lagið fyrir jól en þá ætlum við að koma heim til Íslands. Þangað til verðum við önnun kafnar við að koma fram á hinum ýmsu tónleikastöðum og kynna nýja efnið okkar í Los Angeles."- áp Lífið Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Við erum spenntar að leyfa fólki að heyra afraksturinn enda höfum við tekið upp gríðarlega mikið efni síðan við fluttum út," segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona í hljómsveitinni The Charlies. Eitt og hálft ár er liðið síðan Alma, Klara og Steinunn fluttu til Los Angeles með samning við Hollywood Records upp á vasann. Hinn 11. nóvember næstkomandi verður hægt að heyra forsmekkinn af fyrstu breiðskífu The Charlies sem Alma segir að komi út á næsta ári. Þá geta áhugasamir nálgast tóndæmi á nýrri heimasíðu þeirra, thecharliesofficial.com. „Við ákváðum að koma með svokallað mixteip fyrst og gefa fólki tækifæri til að hlaða niður tónlistinni okkar frítt frá heimasíðunni," segir Alma en umrætt mixteip verður eins konar smáskífa með frumsömdu efni í bland við endurgerð lög. Ekki er algengt að popptónlistarmenn feti þessa braut í útgáfu en hingað til eru það aðallega plötusnúðar og hiphop-tónlistarmenn sem gefa út svona smáskífur. Smáskífa The Charlies ber heitið Start a Fire og inniheldur brot af því sem þær hafa unnið að undanfarið ár. „Þetta eru sex lög sem gefa góða mynd af þeirri stefnu og stíl sem fyrsta breiðskífan okkar hefur að geyma. Meiripartinn unnum við með upptöku- og lagahöfundateyminu StopWaitGo," segir Alma en fyrsta lagið er samið af henni og strákunum í StopWaitGo og nefnist Monster (Eat Me). „Við stefnum á að koma með tónlistarmyndband við lagið fyrir jól en þá ætlum við að koma heim til Íslands. Þangað til verðum við önnun kafnar við að koma fram á hinum ýmsu tónleikastöðum og kynna nýja efnið okkar í Los Angeles."- áp
Lífið Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira