Forsetahjónin skemmta sér með norræna aðlinum 14. október 2011 08:00 Glæsilegur gala-kvöldverður Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd glæsilegan galakvöldverð hjá American-Scandinavian Foundation. Dýrustu borðin kosta í kringum sex milljónir íslenskra króna en meðal nafntogaðra Íslendinga sem hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna eru Helgi Tómasson og Björgólfur Guðmundsson. Veislustjóri kvöldsins verður hins vegar hin norska Liv Ullmann. Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira