Viðskipti innlent

Svipað og í janúar 2009

Atvinnulausum fækkaði um 0,1 prósentustig í september frá fyrra mánuði. Alls voru að meðaltali 10.759 atvinnulausir í september og hafði þeim fækkað um 535 frá ágúst. Atvinnuleysi er hið sama og það var í júlí, eða 6,6 prósent.

Fjöldi atvinnulausra er kominn niður í það sem hann var í janúar 2009. Þá snarjókst atvinnuleysið þegar áhrifa uppsagna eftir hrun fór að gæta. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun þarf að leita aftur til ársins 1995 til að sjá jafn mikið atvinnuleysi fyrir hrun, en þá mældist það 6,8 prósent í janúar og 6,5 prósent í mars. Atvinnuleysi er jafnan meira á fyrstu mánuðum ársins. - kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×