Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2011 07:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Anton „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
„Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira