Bókasöfn án fagfólks 12. október 2011 06:00 Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna?
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun