Bókasöfn án fagfólks 12. október 2011 06:00 Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun