Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi 12. október 2011 06:00 Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar