Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum 12. október 2011 10:00 Tveir á toppnum Sverrir Þór og Þorsteinn Guðmunds eru aðalmennirnir í íslenskum kvikmyndum það sem af lifir ári. Okkar eigin Osló, sem Þorsteinn skrifaði handritið að og lék aðalhlutverkið í, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd ársins en flestir hafa séð Algjöran Sveppa og töfraskápinn. Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira