150 lög bárust í Eurovision 12. október 2011 07:45 Kynnir keppnina Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir Eurovision-keppnina eins og undanfarin þrjú ár. 150 lög bárust í keppnina í ár. „Þetta er svipaður fjöldi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Í kringum 150 lög bárust í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Eurovision, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta eru ögn færri lög en bárust í fyrra þegar 174 lög bárust og nær ekki toppnum 2009 þegar yfir 200 lög reyndu að komast í aðalkeppnina. Elísabet Linda segir að nú taki við vinna hjá fimm til sex manna dómnefnd sem fari yfir öll lögin og er reiknað með því að þeirri vinnu ljúki í byrjun næstu viku en nöfn dómnefndarmeðlima eru ekki gefin upp. „Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur.“ Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mörg lög munu keppa, það sé verið að teikna keppnina upp um þessar mundir en eins og Fréttablaðið hefur greint frá verða engar undankeppnir í ár heldur fara lögin sjálfkrafa á sjálft úrslitakvöldið. Búið er að ákveða að Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verði kynnir keppninnar eins og undanfarin þrjú ár en Sigrún hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort einhver verði henni til halds og trausts. „Ég missti auðvitað Guðmund Gunnarsson, sem var miður, því mér fannst hann standa sig vel og ég hefði viljað hafa hann áfram,“ segir Sigrún sem þarf einnig að fylla skarð Páls Óskars Hjálmtýssonar en hann ákvað að segja skilið við Eurovision-þáttinn Alla leið.- fgg Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Þetta er svipaður fjöldi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Í kringum 150 lög bárust í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Eurovision, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta eru ögn færri lög en bárust í fyrra þegar 174 lög bárust og nær ekki toppnum 2009 þegar yfir 200 lög reyndu að komast í aðalkeppnina. Elísabet Linda segir að nú taki við vinna hjá fimm til sex manna dómnefnd sem fari yfir öll lögin og er reiknað með því að þeirri vinnu ljúki í byrjun næstu viku en nöfn dómnefndarmeðlima eru ekki gefin upp. „Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur.“ Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mörg lög munu keppa, það sé verið að teikna keppnina upp um þessar mundir en eins og Fréttablaðið hefur greint frá verða engar undankeppnir í ár heldur fara lögin sjálfkrafa á sjálft úrslitakvöldið. Búið er að ákveða að Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verði kynnir keppninnar eins og undanfarin þrjú ár en Sigrún hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort einhver verði henni til halds og trausts. „Ég missti auðvitað Guðmund Gunnarsson, sem var miður, því mér fannst hann standa sig vel og ég hefði viljað hafa hann áfram,“ segir Sigrún sem þarf einnig að fylla skarð Páls Óskars Hjálmtýssonar en hann ákvað að segja skilið við Eurovision-þáttinn Alla leið.- fgg
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira