Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar 11. október 2011 06:00 Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar