Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar 8. október 2011 00:01 Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun