Hollenskur furðufugl til landsins 29. september 2011 17:00 Ógeðfelld Kvikmyndin The Human Centipede 2 var bönnuð í Bretlandi og þar með fékk leikstjórinn Tom Six sínar fimmtán mínútur af frægð. „Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Hryllingsmyndin The Human Centipede 2 verður frumsýnd hér á landi 11. nóvember. Hinn 10. nóvember gefst áhorfendum hins vegar kostur á að hitta hollenskan leikstjóra myndarinnar, Tom Six, og systur hans, Illonu Six, og spyrja þau spjörunum úr. Þau systkini eiga að vera afar viðkunnanleg þótt kvikmyndagerð þeirra orki að margra mati tvímælis. „Við erum búnir að kaupa farseðilinn og panta gistingu,“ segir Ísleifur, sem bætir því við að myndin verði að öllum líkindum bönnuð innan tvítugs og sérstakur vörður verði við kvikmyndasalinn til passa upp á að enginn undir aldri komist inn. „Hún verður sýnd í mjög takmarkaðan tíma.“ Myndin fékk sínar fimmtán mínútur af frægð þegar breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að banna hana fyrir skemmstu. Eftirlitið taldi að myndin gerði enga tilraun til að sýna fórnarlömbin á annan hátt en hluta sem aðalpersónan misnotar miskunnarlaust og aflimar sér til skemmtunar. Þær meiðingar eiga síðan að vera hugsaðar sem einhvers konar skemmtiefni fyrir áhorfendur. Að mati eftirlitsins sé því hætta á að kvikmyndin geti valdið raunverulegum skaða. Ákvörðunin vakti mikla athygli en breska blaðið Guardian telur þó að eftirlitið hafi sparað mörgum ómakið og nokkur pund; The Human Centipede 2 sé nefnilega óttalegt rusl þrátt fyrir allt umtalið.- fgg Lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Hryllingsmyndin The Human Centipede 2 verður frumsýnd hér á landi 11. nóvember. Hinn 10. nóvember gefst áhorfendum hins vegar kostur á að hitta hollenskan leikstjóra myndarinnar, Tom Six, og systur hans, Illonu Six, og spyrja þau spjörunum úr. Þau systkini eiga að vera afar viðkunnanleg þótt kvikmyndagerð þeirra orki að margra mati tvímælis. „Við erum búnir að kaupa farseðilinn og panta gistingu,“ segir Ísleifur, sem bætir því við að myndin verði að öllum líkindum bönnuð innan tvítugs og sérstakur vörður verði við kvikmyndasalinn til passa upp á að enginn undir aldri komist inn. „Hún verður sýnd í mjög takmarkaðan tíma.“ Myndin fékk sínar fimmtán mínútur af frægð þegar breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að banna hana fyrir skemmstu. Eftirlitið taldi að myndin gerði enga tilraun til að sýna fórnarlömbin á annan hátt en hluta sem aðalpersónan misnotar miskunnarlaust og aflimar sér til skemmtunar. Þær meiðingar eiga síðan að vera hugsaðar sem einhvers konar skemmtiefni fyrir áhorfendur. Að mati eftirlitsins sé því hætta á að kvikmyndin geti valdið raunverulegum skaða. Ákvörðunin vakti mikla athygli en breska blaðið Guardian telur þó að eftirlitið hafi sparað mörgum ómakið og nokkur pund; The Human Centipede 2 sé nefnilega óttalegt rusl þrátt fyrir allt umtalið.- fgg
Lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira