Gott að vera á heimavelli 29. september 2011 08:30 MEð mikla reynslu Eyrún Ósk hefur ekki áður gert leikna kvikmynd en hefur unnið töluvert með áhugaleikfélögum og ungum krökkum. Hrafnar, sóleyjar og myrra er byggð á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson kvikmyndagerðarmann. Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira