Fimmta stjarnan á KR-búninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2011 06:00 KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum vel í leikslok. Dofri Snorrason, besti maður vallarins, fékk að finna fyrir því hjá liðsfélögum sínum í fagnaðarlátunum. Mynd/Daníel KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og vel að titlinum komnir. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig," sagði Dofri Snorrason, hetja KR-inga. Dofri fór á kostum sem hægri bakvörður. Hann lagði upp annað mark KR í leiknum, bjargaði á línu þegar mikið lá við og skoraði sigurmarkið. „Maður hefur alist upp við það sjá allar þessar hetjur taka titilinn. Svo upplifir maður þetta sjálfur. Þetta er ólýsanlegt," sagði bakvörðurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og fyrrverandi leikmaður félagsins, var í skýjunum yfir árangri liðsins á tímabilinu. „Að vera uppalinn KR-ingur og ná þessum árangri með liðið er frábært. Ég er gríðarlega stoltur, aðallega af leikmönnunum, stjórn félagsins og þeim mönnum sem ég hef starfað með. Þeir hafa lagt mikið á sig og við unnið þetta vel saman. Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn," sagði Rúnar. Auk þess að verða Íslandsmeistarar unnu KR-ingar bikarinn fyrr í sumar og eru því tvöfaldir meistarar. „Ég hafði trú á því að við gætum endað svona í sumar. Kannski ekki með báða titlana en ég vissi að við gætum gert tilkall til beggja," sagði Rúnar. KR-ingar virkuðu óstöðvandi framan af sumri en þeim skrikaði fótur þegar Óskar Örn Hauksson meiddist á miðju tímabili. Óskar Örn hafði spilað frábærlega með liðinu. „Það var gríðarlega slæmt fyrir okkur að missa hann. Við misstum bit á vinstri vængnum við það, sagði Rúnar sem benti á að Björn og Egill Jónssynir auk Dofra hefðu komið sterkir inn."Titillinn á loft Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, virðist stjórna fagnaðarlátunum líkt og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar.Fréttablaðið/Daníel„Við áttum kannski ekki mikið af fallegum leikjum eftir þetta en vorum duglegir að safna stigum. Meðan hin liðin voru ekki að klára sína leiki héldum við toppsætinu og stigum svo upp í restina," sagði Rúnar sem getur verið stoltur af sínu liði. KR er sigursælasta félag í íslenska boltanum frá upphafi. Sú hefð hefur skapast að fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla fá lið stjörnu á búning sinn. Fyrir leikinn gegn Fylki voru stjörnurnar fjórar á búningi KR. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar Sigfinnur léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Sjá meira