Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. september 2011 06:00 Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is).
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar