Einkasala, einhliða viðskiptahættir, reykur, speglar og slæður Þórólfur Matthíasson skrifar 22. september 2011 06:00 Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. Úrval Gouda osta hér og þarÍ Hollandi er hægt að fá mikið úrval ungra Gouda-osta og Gouda-osta sem hafa fengið að eldast og þroskast, frá mörgum framleiðendum, innflutta og innlenda. Gouda er ekki skrásett vörumerki, en hollenskir framleiðendur merkja vöru sína upprunalandinu með áberandi hætti, enda telja flestir Hollendingar að hollenskur Gouda-ostur beri af öðrum Gouda-osti, rétt eins og flestir Íslendingar telja að íslenskt lambakjöt beri af öðru lambakjöti. Mjólkursamsalan mun nýbyrjuð að flytja íslenskan Gouda-ost til Hollands. Á Íslandi er hægt að fá íslenskan ungan Gouda-ost, mis fitumikinn. Hollenskur Gouda hefur fengist af og til á „ofur" verði. Innflutningur á íslenskum Gouda-osti til Hollands eykur fjölbreytni Gouda-ostaframboðs þar í landi agnarögn. Innflutningur á hollenskum Gouda-ostum til Íslands gæti aukið fjölbreytni í Gouda-ostaframboði á Íslandi svo til byltingar mætti telja. Innflutningsgjöld og heildsöluverðÁstæða þeirrar einstefnu sem er ríkjandi í verslun með Gouda-ost milli Íslands og Hollands er ekki yfirburðabragðgæði íslenska Gouda-ostsins; íslenskir ostameistarar hafa álíka margra áratuga reynslu af framleiðslunni og hollenskir starfsbræður þeirra hafa margra alda reynslu. Hollensku ostameistararnir framleiða mun fleiri afbrigði af ostinum en þeir íslensku. Ástæða einstefnunnar í versluninni eru þau ójöfnu innflutningstollakjör sem innflytjendur annars vegar í Hollandi og hins vegar á Íslandi standa frammi fyrir. Ungur hollenskur Gouda-ostur kostar 1.163 krónur kílóið án virðisaukaskatts hjá vefversluninni goudacheeseshop.com í Hollandi. Upplýsingar um heildsöluverð liggja ekki á lausu. Svonefnd grænmetisnefnd landbúnaðarráðuneytisins upplýsti að smásöluálagning á Íslandi og Noregi og Danmörku á grænmeti væri um 30-50%, hæst á viðkvæmustu vöruflokkunum, lægst á kartöflum. Ostur og kartöflur gera svipaðar kröfur til kælingar og umhyggju í flutningi. Hér verður því gengið út frá að smásöluálagning á Gouda-osti á Íslandi og í Hollandi sé 30%. Heildsöluverð hollensks Gouda-osts í gámi við skipshlið gæti því verið um 900 krónur á kíló. Flutningur til Íslands hækkar kostnaðarverð upp í 990 krónur. Tollur er 430 krónur á kíló að viðbættum 30% verðmætistolli. Kostnaðarverð innflytjanda yrði því 1.717 krónur á kíló. Ofan á það þyrfti svo að bætast 30% álagning smásalans og 10-20% álagning innflytjandans. Smásöluverð án virðisaukaskatts væri þá orðið 2.455 krónur á kíló. Væri innflutningur tollfrjáls yrði kílóverðið um 1.000 krónum lægra á Íslandi, eða 1.415 krónur. Til samanburðar er heildsöluverð Mjólkursamsölunnar um 1.100 krónur kílóið án virðisaukaskatts. MS í HollandiÁætla má skilaverð til Mjólkursamsölunnar vegna útflutningsins til Hollands með sömu forsendum. Hollenskir neytendur eru þekktir af að vera meðal kröfuhörðustu neytenda í Evrópu. Verðmeðvitund er sterk, svo sterk að sumir segja þá níska. Mjólkursamsalan hlýtur því að leggja áherslu á verð fremur en gæði í markaðsfærslu sinni á Gouda-osti í Hollandi. Það geta þeir gert með því að einbeita sér að stofnanamarkaði fremur en smásölumarkaðnum og bjóða hótelum, skólaeldhúsum, fangelsum og öðrum stórum kaupendum ost á hagstæðara verði en hollenskir framleiðendur myndu gera. Það þýðir að heildsöluverð MS í Hollandi þyrfti að vera segjum 5% lægra en 900 krónur. Gerum ráð fyrir sama kostnaði við flutning frá Íslandi og til Íslands (90 krónur á kíló). Innflutningstollar til Hollands á Gouda-osti eru 1,51 evra á kíló, nema útflutningur sé innan umsaminna tollfrelsismarka. Skilaverð til MS væri þá um 765 krónur á kíló meðan fyrirtækið heldur útflutningsmagni innan tollfrelsismarkanna. Skilaverð yrði um 500 krónur á kíló ef farið er út fyrir tollfrelsismörkin. Mjólkursamsalan virðist ekki hafa áhuga á að flytja Gouda-ost út upp á þau býti. Miklu hærra verð til íslenskra neytendaÚtreikningarnir hér að ofan sýna að eigendur MS selja hollenskum neytendum Gouda-ost á allt að 350 krónum lægra verði á kíló en íslenskum neytendum. Eigendur MS komast upp með þetta í krafti einkasölustöðu sinnar á Íslandi. Ef eðlilegir verslunarhættir tíðkuðust í úrvinnslugreinum landbúnaðar myndi verð á íslenskum Gouda-osti líklega lækka niður í 750-800 krónur kílóið. Hollendingar ættu að eiga þess kost að flytja inn nokkur tonn af Gouda-osti innan tollfrelsismarka til Íslands. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, með einhverjum furðulegum hætti, tekist að koma málum svo að gjöld til ríkissjóðs vegna innflutnings innan „tollfrelsiskvóta" eru hærri en gjöld vegna innflutings utan þess kvóta! Fyrir það hefur hann fengið ákúrur frá Umboðsmanni Alþingis. Framkvæmdin er þó enn óbreytt. Nokkrar ályktanirÍ fyrsta lagi kemur tollverndin á Íslandi algjörlega í veg fyrir að óbrjálaður innflytjandi leggi innflutning á Gouda-osti á sig. Í öðru lagi myndi tæpast nokkur grundvöllur vera fyrir útflutningi á íslenskum Gouda-osti til Hollands ef hollensk stjórnvöld beittu valdi sínu með svipuðum hætti og íslenski sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Í þriðja lagi myndi innflutningur á hollenskum Gouda-osti varla kippa fótum undan innlendri framleiðslu, Mjólkursamsalan virðast fá sinn kostnað vegna framleiðslu á Gouda-osti til baka nái fyrirtækið skilaverði upp á 765 krónur á kíló. Í fjórða lagi munu íslenskir framleiðendur njóta verulegrar fjarlægðarverndar gagnvart erlendum framleiðendum jafnvel þótt allir tollar yrðu niður felldir: Íslenskur smásali gæti fengið hollenskan Gouda frá innflytjanda á um 1.400 krónur kílóið, MS býður það nú á 1.100 krónur kílóið en gæti lækkað sig niður í 765 krónur ef þörf krefði (t.d. ef ódýrari Gouda-ostur yrði fluttur inn frá öðrum löndum en Hollandi). Í fimmta lagi myndi Mjólkursamsalan enn vera vel samkeppnisfær innanlands gagnvart hollenskum Gouda-osti jafnvel þó gengi krónunnar styrktist um 20-30%. Í sjötta lagi myndi innlend samkeppni í framleiðslu á Gouda-osti líklega lækka verð á þeirri vöru um allt að 30%. Hvað hræðast menn?Sú spurning sem vaknar eftir þessa yfirferð er þessi: Við hvað eru þeir hræddir sem leggjast gegn lækkun innflutningstolla á landbúnaðarafurðum og eðlilegri framkvæmd tollfrelsissamninga hér á landi? Getur verið að þeir trúi ekki eigin orðum um gæði íslenskrar framleiðslu? Að þau orð séu bara reykur, speglar og slæður að hætti sjónhverfingamanna? Eða eru þeir hræddir um að nokkrir hollenskir ostar muni velta einkasöluveldi afurðastöðvanna? Eru þeir hræddir um að neyðast til að selja íslenskum neytendum ost á eðlilegu verði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. Úrval Gouda osta hér og þarÍ Hollandi er hægt að fá mikið úrval ungra Gouda-osta og Gouda-osta sem hafa fengið að eldast og þroskast, frá mörgum framleiðendum, innflutta og innlenda. Gouda er ekki skrásett vörumerki, en hollenskir framleiðendur merkja vöru sína upprunalandinu með áberandi hætti, enda telja flestir Hollendingar að hollenskur Gouda-ostur beri af öðrum Gouda-osti, rétt eins og flestir Íslendingar telja að íslenskt lambakjöt beri af öðru lambakjöti. Mjólkursamsalan mun nýbyrjuð að flytja íslenskan Gouda-ost til Hollands. Á Íslandi er hægt að fá íslenskan ungan Gouda-ost, mis fitumikinn. Hollenskur Gouda hefur fengist af og til á „ofur" verði. Innflutningur á íslenskum Gouda-osti til Hollands eykur fjölbreytni Gouda-ostaframboðs þar í landi agnarögn. Innflutningur á hollenskum Gouda-ostum til Íslands gæti aukið fjölbreytni í Gouda-ostaframboði á Íslandi svo til byltingar mætti telja. Innflutningsgjöld og heildsöluverðÁstæða þeirrar einstefnu sem er ríkjandi í verslun með Gouda-ost milli Íslands og Hollands er ekki yfirburðabragðgæði íslenska Gouda-ostsins; íslenskir ostameistarar hafa álíka margra áratuga reynslu af framleiðslunni og hollenskir starfsbræður þeirra hafa margra alda reynslu. Hollensku ostameistararnir framleiða mun fleiri afbrigði af ostinum en þeir íslensku. Ástæða einstefnunnar í versluninni eru þau ójöfnu innflutningstollakjör sem innflytjendur annars vegar í Hollandi og hins vegar á Íslandi standa frammi fyrir. Ungur hollenskur Gouda-ostur kostar 1.163 krónur kílóið án virðisaukaskatts hjá vefversluninni goudacheeseshop.com í Hollandi. Upplýsingar um heildsöluverð liggja ekki á lausu. Svonefnd grænmetisnefnd landbúnaðarráðuneytisins upplýsti að smásöluálagning á Íslandi og Noregi og Danmörku á grænmeti væri um 30-50%, hæst á viðkvæmustu vöruflokkunum, lægst á kartöflum. Ostur og kartöflur gera svipaðar kröfur til kælingar og umhyggju í flutningi. Hér verður því gengið út frá að smásöluálagning á Gouda-osti á Íslandi og í Hollandi sé 30%. Heildsöluverð hollensks Gouda-osts í gámi við skipshlið gæti því verið um 900 krónur á kíló. Flutningur til Íslands hækkar kostnaðarverð upp í 990 krónur. Tollur er 430 krónur á kíló að viðbættum 30% verðmætistolli. Kostnaðarverð innflytjanda yrði því 1.717 krónur á kíló. Ofan á það þyrfti svo að bætast 30% álagning smásalans og 10-20% álagning innflytjandans. Smásöluverð án virðisaukaskatts væri þá orðið 2.455 krónur á kíló. Væri innflutningur tollfrjáls yrði kílóverðið um 1.000 krónum lægra á Íslandi, eða 1.415 krónur. Til samanburðar er heildsöluverð Mjólkursamsölunnar um 1.100 krónur kílóið án virðisaukaskatts. MS í HollandiÁætla má skilaverð til Mjólkursamsölunnar vegna útflutningsins til Hollands með sömu forsendum. Hollenskir neytendur eru þekktir af að vera meðal kröfuhörðustu neytenda í Evrópu. Verðmeðvitund er sterk, svo sterk að sumir segja þá níska. Mjólkursamsalan hlýtur því að leggja áherslu á verð fremur en gæði í markaðsfærslu sinni á Gouda-osti í Hollandi. Það geta þeir gert með því að einbeita sér að stofnanamarkaði fremur en smásölumarkaðnum og bjóða hótelum, skólaeldhúsum, fangelsum og öðrum stórum kaupendum ost á hagstæðara verði en hollenskir framleiðendur myndu gera. Það þýðir að heildsöluverð MS í Hollandi þyrfti að vera segjum 5% lægra en 900 krónur. Gerum ráð fyrir sama kostnaði við flutning frá Íslandi og til Íslands (90 krónur á kíló). Innflutningstollar til Hollands á Gouda-osti eru 1,51 evra á kíló, nema útflutningur sé innan umsaminna tollfrelsismarka. Skilaverð til MS væri þá um 765 krónur á kíló meðan fyrirtækið heldur útflutningsmagni innan tollfrelsismarkanna. Skilaverð yrði um 500 krónur á kíló ef farið er út fyrir tollfrelsismörkin. Mjólkursamsalan virðist ekki hafa áhuga á að flytja Gouda-ost út upp á þau býti. Miklu hærra verð til íslenskra neytendaÚtreikningarnir hér að ofan sýna að eigendur MS selja hollenskum neytendum Gouda-ost á allt að 350 krónum lægra verði á kíló en íslenskum neytendum. Eigendur MS komast upp með þetta í krafti einkasölustöðu sinnar á Íslandi. Ef eðlilegir verslunarhættir tíðkuðust í úrvinnslugreinum landbúnaðar myndi verð á íslenskum Gouda-osti líklega lækka niður í 750-800 krónur kílóið. Hollendingar ættu að eiga þess kost að flytja inn nokkur tonn af Gouda-osti innan tollfrelsismarka til Íslands. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, með einhverjum furðulegum hætti, tekist að koma málum svo að gjöld til ríkissjóðs vegna innflutnings innan „tollfrelsiskvóta" eru hærri en gjöld vegna innflutings utan þess kvóta! Fyrir það hefur hann fengið ákúrur frá Umboðsmanni Alþingis. Framkvæmdin er þó enn óbreytt. Nokkrar ályktanirÍ fyrsta lagi kemur tollverndin á Íslandi algjörlega í veg fyrir að óbrjálaður innflytjandi leggi innflutning á Gouda-osti á sig. Í öðru lagi myndi tæpast nokkur grundvöllur vera fyrir útflutningi á íslenskum Gouda-osti til Hollands ef hollensk stjórnvöld beittu valdi sínu með svipuðum hætti og íslenski sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Í þriðja lagi myndi innflutningur á hollenskum Gouda-osti varla kippa fótum undan innlendri framleiðslu, Mjólkursamsalan virðast fá sinn kostnað vegna framleiðslu á Gouda-osti til baka nái fyrirtækið skilaverði upp á 765 krónur á kíló. Í fjórða lagi munu íslenskir framleiðendur njóta verulegrar fjarlægðarverndar gagnvart erlendum framleiðendum jafnvel þótt allir tollar yrðu niður felldir: Íslenskur smásali gæti fengið hollenskan Gouda frá innflytjanda á um 1.400 krónur kílóið, MS býður það nú á 1.100 krónur kílóið en gæti lækkað sig niður í 765 krónur ef þörf krefði (t.d. ef ódýrari Gouda-ostur yrði fluttur inn frá öðrum löndum en Hollandi). Í fimmta lagi myndi Mjólkursamsalan enn vera vel samkeppnisfær innanlands gagnvart hollenskum Gouda-osti jafnvel þó gengi krónunnar styrktist um 20-30%. Í sjötta lagi myndi innlend samkeppni í framleiðslu á Gouda-osti líklega lækka verð á þeirri vöru um allt að 30%. Hvað hræðast menn?Sú spurning sem vaknar eftir þessa yfirferð er þessi: Við hvað eru þeir hræddir sem leggjast gegn lækkun innflutningstolla á landbúnaðarafurðum og eðlilegri framkvæmd tollfrelsissamninga hér á landi? Getur verið að þeir trúi ekki eigin orðum um gæði íslenskrar framleiðslu? Að þau orð séu bara reykur, speglar og slæður að hætti sjónhverfingamanna? Eða eru þeir hræddir um að nokkrir hollenskir ostar muni velta einkasöluveldi afurðastöðvanna? Eru þeir hræddir um að neyðast til að selja íslenskum neytendum ost á eðlilegu verði?
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun