Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 06:00 Stuðningsmenn FH fóru mikinn síðasta vetur og það verður áfram veisla í Krikanum ef eitthvað mark er takandi á spá forráðamanna. Mynd/Hag Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti