Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. september 2011 06:00 Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun