Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. september 2011 06:00 Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun