Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar 15. september 2011 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun