Kærkomið að fá að vera heima með nýfæddum syni 15. september 2011 11:00 Pétur Jóhann tók á móti nýjum erfingja í byrjun mánaðarins. Leikarinn segir fæðinguna hafa verið einstaka stund og hann njóti þess nú að eiga kærkomna stund með fjölskyldunni enda hafi ekki gefist mikill tími til þess í sumar. Fréttablaðið/Anton Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira