Pearl Jam í tuttugu ár 15. september 2011 09:00 Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er mikill aðdáandi Pearl Jam. Söngvarinn Eddie Vedder komst við þegar hann horfði á gömul myndskeið í heimildarmynd um sveitina. vedder Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam. Heimildarmyndin Twenty verður frumsýnd á þriðjudaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli rokksveitarinnar Pearl Jam. Aðeins 300 miðar eru í boði hér á landi. Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Seattle-rokkaranna í Pearl Jam verður ný heimildarmynd leikstjórans Camerons Crowe um hljómsveitina frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum um allan heim þriðjudaginn 20. september. Myndin heitir Twenty og verður eingöngu sýnd þennan eina dag í Háskólabíói. Aðeins 300 miðar eru í boði. Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson ætlar að sjá myndina enda hefur hann verið mikill aðdáandi Pearl Jam, allar götur síðan fyrsta platan, Ten, kom út fyrir tuttugu árum. „Ég hef fylgst minna með eftir því sem maður hefur elst. Ég hef ekki verið alveg jafn duglegur við að verða mér úti um hverja einustu útgáfu en ég hef keypt diskana þegar þeir hafa komið út,“ segir Einar Örn. Stutt er síðan hljómsveitin hélt afmælistónleika í Wisconsin og hefur Einar Örn legið yfir myndum frá þeim á síðunni Youtube að undanförnu. Aðspurður segist hann aldrei hafa farið á tónleika með Pearl Jam. „Ég hef aldrei gerst svo frægur. Blessaður handboltinn hefur alltaf verið að þvælast fyrir manni en það endar með því að maður fer.“ Einar Örn spilar handbolta með Haukum og spilar iðulega Pearl Jam til að koma sér í rétta hugarástandið. „Even Flow hefur alltaf komið manni vel í gang.“freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
vedder Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam. Heimildarmyndin Twenty verður frumsýnd á þriðjudaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli rokksveitarinnar Pearl Jam. Aðeins 300 miðar eru í boði hér á landi. Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Seattle-rokkaranna í Pearl Jam verður ný heimildarmynd leikstjórans Camerons Crowe um hljómsveitina frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum um allan heim þriðjudaginn 20. september. Myndin heitir Twenty og verður eingöngu sýnd þennan eina dag í Háskólabíói. Aðeins 300 miðar eru í boði. Handboltakappinn og íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson ætlar að sjá myndina enda hefur hann verið mikill aðdáandi Pearl Jam, allar götur síðan fyrsta platan, Ten, kom út fyrir tuttugu árum. „Ég hef fylgst minna með eftir því sem maður hefur elst. Ég hef ekki verið alveg jafn duglegur við að verða mér úti um hverja einustu útgáfu en ég hef keypt diskana þegar þeir hafa komið út,“ segir Einar Örn. Stutt er síðan hljómsveitin hélt afmælistónleika í Wisconsin og hefur Einar Örn legið yfir myndum frá þeim á síðunni Youtube að undanförnu. Aðspurður segist hann aldrei hafa farið á tónleika með Pearl Jam. „Ég hef aldrei gerst svo frægur. Blessaður handboltinn hefur alltaf verið að þvælast fyrir manni en það endar með því að maður fer.“ Einar Örn spilar handbolta með Haukum og spilar iðulega Pearl Jam til að koma sér í rétta hugarástandið. „Even Flow hefur alltaf komið manni vel í gang.“freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira