(G)narrismi Sighvatur Björgvinsson skrifar 14. september 2011 11:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað!
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar