Teiknar andlit frægra leikara 3. september 2011 10:00 Helena við hlið myndarinnar af Ingvari E. Sigurðssyni sem verður á sýningunni. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mín ástríða,“ segir Helena Reynisdóttir, sem hefur opnað sína fyrstu einkasýningu, aðeins sautján ára. „Þetta eru portrettteikningar af frægum leikurum, mjög nákvæmnar teikningar,“ segir Helena, en myndirnar eru sjö talsins. Tvær þeirra eru mjög stórar, af Ingvari E. Sigurðssyni og henni sjálfri. „Ég held að það hafi verið erfiðast út af því að þetta er mitt eigið andlit,“ segir hún um sjálfsmyndina. „Ég sé kannski ef það er eitthvað vitlaust en ég held að aðrir sjái það ekki.“ Aðrir leikarar sem Helena hefur teiknað undanfarna mánuði eru Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir, Tómas Lemarquis, Baltasar Kormákur og Anita Briem. „Ég ákvað að hafa þema með leikurum. Sýningin heitir Ekki er allt sem sýnist af því að þetta eru leikarar. Maður veit aldrei hvort þetta eru í alvörunni þeir eða hvort þeir eru að leika,“ segir Helena. Aðspurð segist hún hafa reynt að bjóða öllum myndefnunum sínum á sýninguna en það hafi gengið misvel. „Ég er búin að reyna að ná í þau en það er frekar erfitt. Ég er búin að bjóða Eddu en ég veit ekki hvort hún kemst.“ Helena, sem er í Mennntaskólanum í Hamrahlíð, hefur farið á eitt myndlistarnámskeið en er annars sjálfmenntuð í faginu. „Þetta er bara mitt áhugamál. Mamma mín er myndlistarkennari og afi minn var útskurðarmeistari. Það eru allir einhvers konar listamenn í fjölskyldunni.“ Sýningin fer fram í kaffihúsinu Energia í Smáralind og stendur yfir út september.- fb Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Þetta er mín ástríða,“ segir Helena Reynisdóttir, sem hefur opnað sína fyrstu einkasýningu, aðeins sautján ára. „Þetta eru portrettteikningar af frægum leikurum, mjög nákvæmnar teikningar,“ segir Helena, en myndirnar eru sjö talsins. Tvær þeirra eru mjög stórar, af Ingvari E. Sigurðssyni og henni sjálfri. „Ég held að það hafi verið erfiðast út af því að þetta er mitt eigið andlit,“ segir hún um sjálfsmyndina. „Ég sé kannski ef það er eitthvað vitlaust en ég held að aðrir sjái það ekki.“ Aðrir leikarar sem Helena hefur teiknað undanfarna mánuði eru Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir, Tómas Lemarquis, Baltasar Kormákur og Anita Briem. „Ég ákvað að hafa þema með leikurum. Sýningin heitir Ekki er allt sem sýnist af því að þetta eru leikarar. Maður veit aldrei hvort þetta eru í alvörunni þeir eða hvort þeir eru að leika,“ segir Helena. Aðspurð segist hún hafa reynt að bjóða öllum myndefnunum sínum á sýninguna en það hafi gengið misvel. „Ég er búin að reyna að ná í þau en það er frekar erfitt. Ég er búin að bjóða Eddu en ég veit ekki hvort hún kemst.“ Helena, sem er í Mennntaskólanum í Hamrahlíð, hefur farið á eitt myndlistarnámskeið en er annars sjálfmenntuð í faginu. „Þetta er bara mitt áhugamál. Mamma mín er myndlistarkennari og afi minn var útskurðarmeistari. Það eru allir einhvers konar listamenn í fjölskyldunni.“ Sýningin fer fram í kaffihúsinu Energia í Smáralind og stendur yfir út september.- fb
Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira