Netið og stjórnmálin Haukur Arnþórsson skrifar 2. september 2011 06:00 Á tímum netsins stendur lýðræðið frammi fyrir margskonar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísindamanna, einkum í félagsvísinda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórnmál og kallað þær e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir. Heildarniðurstaða rannsóknanna er að áhrif upplýsingatækni á lýðræðið eru mótsagnakennd. Annars vegar kemur tæknin að einhverju leyti í stað skipulagseininga, svo sem stjórnmálaflokka og gerir byltingu á stjórnarfari heilla ríkja, mögulega án skipulagsforma, sbr. arabíska vorið, en hins vegar hefur hún lítil áhrif á sjálfar undirstöður lýðræðiskerfisins Samt má ekki gleyma því að samfélagið hefur gerbreyst og ekki síst fjölmiðlarnir og áhrif netsins og netverja á samtímann eru mikil og margs konar. Meginform netsins, samskipti jafningja, munu að öllum líkindum ryðja sér rúms sem ríkjandi skipulagsform í félögum og stofnunum. Og framhjá netinu verður ekki gengið sem aðalmiðli stjórnmálanna. Ýmiss konar samfélagsmál er auðveldara að leysa með verkfærum netsins en áður var og er helst að nefna upplýsingagjöf, aðhald almennings með stjórnvöldum og jafnvel hugmyndavinnu (sbr. hugtakið wisdom of crowds). Ef lýðræðislegum aðstæðum er lýst með þremur hugtökum; upplýsingagjöf, þátttöku og ákvarðanatöku, þá er nú ljóst að netið styrkir fyrst og fremst upplýsingagjöf, en miklu síður þátttöku og síst ákvarðanatöku, en seinni hugtökin skapa auk þess lýðræðislegar ógnir. Nýjar kenningarCass R. Sunstein skrifaði bókina Republic.com 2.0, sem kom út fyrir nokkrum misserum og fjallar um netið og áhrif þess á nútíma stjórnmál. Hann situr nú í stjórnunarstöðu í Hvíta Húsinu. Meginkenningar hans eru um „echo chambers” eða bergmálsherbergi netverja. Ekki er lengur til staðar útvarp og því síður ríkisútvarp, sem gæti gefið almenningi sameiginlegan reynsluheim eins og fyrri kynslóðum og ekki endilega fjölmiðlar sem birta andstæðar skoðanir, heldur geta netverjar valið það sem þeir vilja lesa, heyra og sjá. Þannig búa þeir til sína eigin dagskrá – og þeir vilja ekki heyra sjónarmið andstæð sínum. Límið í samfélaginu gæti látið undan. Sunstein fjallar sérstaklega um öfgar (polarization) og segir þær taka við, alls konar teboð og einstaklingshyggja gæti aukist og jafnvel annað verra eins og Norðmenn þekkja nú. Og hann leiðir að því líkur að umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum minnki með sama hætti meðal netverja. Þá hefur komið í ljós að einföld ákvörðunartökumódel eiga miklu fylgi að fagna á netinu rétt eins og leysa megi samfélagsmál með því að skoða hvað margir segi „like” við ákveðnum sjónarmiðum. Talandi dæmiÞað er því forvitnilegt að fylgjast með störfum Stjórnlagaráðs sem að nokkru leyti starfaði í samráði við grasrótina á netinu, í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa eftir að kom fram á þessa öld sýnt lýðræðishlutverki upplýsingatækni lítinn áhuga og lýðræðisleg verkfæri ríkisins á netinu eru fá og frumstæð. Með sama hætti hefur ríkið hunsað uppbyggingu opinna samþættra miðlægra gagnagrunna sem eru forsenda gagnsæis og raunar einkavætt helstu gagnagrunna sína og annar infrastructure ríkisins í upplýsingatækni er oft lítið þróaður. Við þessar aðstæður er hætt við því að tækifæri netsins til þess að hafa jákvæð áhrif á lýðræðið, svo sem á traust og öryggi, komi ekki fram á Íslandi, en helstu forsendur þess eru gagnsæi, en að lýðræðislegu ógnanirnar af tilkomu netsins verði áberandi. Það hefur lengi verið áhyggjuefni þess sem þetta ritar að íslenskir stjórnmálamenn búi til nýjar og erfiðar mótsagnir í samfélaginu með því að ríkið hunsar hinn nýja miðil og að til verði gjá milli netsins og hefðbundinna stjórnmála, þar sem netverjarnir ráðist af ábyrgðarleysi á hina síðarnefndu og rýri hugsanlega traust og samkennd í samfélaginu. Má segja að stjórnmálamenn grafi sína eigin gröf. Tillaga Stjórnlagaráðs leggur áherslu á meirihlutaræði, en veikir þingræðið og virkni í því módeli, en leggur til beint lýðræði í staðinn. Það er sérkennilegt því beinu lýðræði hefur verið hafnað í okkar heimshluta sem frumstæðu stjórnarformi með mörgum innbyggðum hættum. Þá myndar hún eitt landskjördæmi, sem styrkir stöðu ótilgreindra netverja, upplýsingaelítunnar (þeir sem vinna meira en 4 klst. á dag á netinu), sem býr einkum á höfuðborgarsvæðinu, en veikir beint samband þingmanna við kjósendur sína, því eitt kjördæmi verður of stórt. Þar með hverfur jarðsamband þingmanna við kjósendur sína og þeir verða ofurseldir almenningsálitinu og rétttrúnaði fjölmiðlanna. Þetta gengur þvert gegn hefðum margra nágrannaríkja. Þá er gerð tillaga um veikingu á stöðu landsbyggðarinnar, sem opnar fyrir að allir þingmenn verði frá höfuðborgarsvæðinu og vægi atkvæða getur orðið neikvætt og tillagan tekur auðlindir af landsbyggðinni, sem hafa verið í dreifðu eignarhaldi frá landnámi og leggur þær undir ríkið. NiðurlagHér skína í gegn hin neikvæðu áhrif netsins. Þau gætu fallið saman við áhuga meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu á að stjórna samfélaginu, en mörgum hefur fundist fulltrúalýðræðið styðja landsbyggðarsjónarmið og mikill áróður hefur verið gegn þeim. Þessar áherslur Stjórnlagaráðs og netverjanna eru tímaskekkja og ganga þvert á grundvallarhugmyndir Vesturlandabúa um lýðræði. Stjórnkerfi Vesturlanda eru ekki að taka neinum grundvallarbreytingum þrátt fyrir mikla og vaxandi notkun netsins, heldur er netið notað til að styðja hið þróaða lýðræðisform þeirra. Þá gengur alþjóðasamfélagið lengra og lengra í stuðningi við minnihlutahópa og þá sem búa afskekkt og eru árásir á stöðu þeirra einkennilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á tímum netsins stendur lýðræðið frammi fyrir margskonar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísindamanna, einkum í félagsvísinda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórnmál og kallað þær e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir. Heildarniðurstaða rannsóknanna er að áhrif upplýsingatækni á lýðræðið eru mótsagnakennd. Annars vegar kemur tæknin að einhverju leyti í stað skipulagseininga, svo sem stjórnmálaflokka og gerir byltingu á stjórnarfari heilla ríkja, mögulega án skipulagsforma, sbr. arabíska vorið, en hins vegar hefur hún lítil áhrif á sjálfar undirstöður lýðræðiskerfisins Samt má ekki gleyma því að samfélagið hefur gerbreyst og ekki síst fjölmiðlarnir og áhrif netsins og netverja á samtímann eru mikil og margs konar. Meginform netsins, samskipti jafningja, munu að öllum líkindum ryðja sér rúms sem ríkjandi skipulagsform í félögum og stofnunum. Og framhjá netinu verður ekki gengið sem aðalmiðli stjórnmálanna. Ýmiss konar samfélagsmál er auðveldara að leysa með verkfærum netsins en áður var og er helst að nefna upplýsingagjöf, aðhald almennings með stjórnvöldum og jafnvel hugmyndavinnu (sbr. hugtakið wisdom of crowds). Ef lýðræðislegum aðstæðum er lýst með þremur hugtökum; upplýsingagjöf, þátttöku og ákvarðanatöku, þá er nú ljóst að netið styrkir fyrst og fremst upplýsingagjöf, en miklu síður þátttöku og síst ákvarðanatöku, en seinni hugtökin skapa auk þess lýðræðislegar ógnir. Nýjar kenningarCass R. Sunstein skrifaði bókina Republic.com 2.0, sem kom út fyrir nokkrum misserum og fjallar um netið og áhrif þess á nútíma stjórnmál. Hann situr nú í stjórnunarstöðu í Hvíta Húsinu. Meginkenningar hans eru um „echo chambers” eða bergmálsherbergi netverja. Ekki er lengur til staðar útvarp og því síður ríkisútvarp, sem gæti gefið almenningi sameiginlegan reynsluheim eins og fyrri kynslóðum og ekki endilega fjölmiðlar sem birta andstæðar skoðanir, heldur geta netverjar valið það sem þeir vilja lesa, heyra og sjá. Þannig búa þeir til sína eigin dagskrá – og þeir vilja ekki heyra sjónarmið andstæð sínum. Límið í samfélaginu gæti látið undan. Sunstein fjallar sérstaklega um öfgar (polarization) og segir þær taka við, alls konar teboð og einstaklingshyggja gæti aukist og jafnvel annað verra eins og Norðmenn þekkja nú. Og hann leiðir að því líkur að umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum minnki með sama hætti meðal netverja. Þá hefur komið í ljós að einföld ákvörðunartökumódel eiga miklu fylgi að fagna á netinu rétt eins og leysa megi samfélagsmál með því að skoða hvað margir segi „like” við ákveðnum sjónarmiðum. Talandi dæmiÞað er því forvitnilegt að fylgjast með störfum Stjórnlagaráðs sem að nokkru leyti starfaði í samráði við grasrótina á netinu, í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa eftir að kom fram á þessa öld sýnt lýðræðishlutverki upplýsingatækni lítinn áhuga og lýðræðisleg verkfæri ríkisins á netinu eru fá og frumstæð. Með sama hætti hefur ríkið hunsað uppbyggingu opinna samþættra miðlægra gagnagrunna sem eru forsenda gagnsæis og raunar einkavætt helstu gagnagrunna sína og annar infrastructure ríkisins í upplýsingatækni er oft lítið þróaður. Við þessar aðstæður er hætt við því að tækifæri netsins til þess að hafa jákvæð áhrif á lýðræðið, svo sem á traust og öryggi, komi ekki fram á Íslandi, en helstu forsendur þess eru gagnsæi, en að lýðræðislegu ógnanirnar af tilkomu netsins verði áberandi. Það hefur lengi verið áhyggjuefni þess sem þetta ritar að íslenskir stjórnmálamenn búi til nýjar og erfiðar mótsagnir í samfélaginu með því að ríkið hunsar hinn nýja miðil og að til verði gjá milli netsins og hefðbundinna stjórnmála, þar sem netverjarnir ráðist af ábyrgðarleysi á hina síðarnefndu og rýri hugsanlega traust og samkennd í samfélaginu. Má segja að stjórnmálamenn grafi sína eigin gröf. Tillaga Stjórnlagaráðs leggur áherslu á meirihlutaræði, en veikir þingræðið og virkni í því módeli, en leggur til beint lýðræði í staðinn. Það er sérkennilegt því beinu lýðræði hefur verið hafnað í okkar heimshluta sem frumstæðu stjórnarformi með mörgum innbyggðum hættum. Þá myndar hún eitt landskjördæmi, sem styrkir stöðu ótilgreindra netverja, upplýsingaelítunnar (þeir sem vinna meira en 4 klst. á dag á netinu), sem býr einkum á höfuðborgarsvæðinu, en veikir beint samband þingmanna við kjósendur sína, því eitt kjördæmi verður of stórt. Þar með hverfur jarðsamband þingmanna við kjósendur sína og þeir verða ofurseldir almenningsálitinu og rétttrúnaði fjölmiðlanna. Þetta gengur þvert gegn hefðum margra nágrannaríkja. Þá er gerð tillaga um veikingu á stöðu landsbyggðarinnar, sem opnar fyrir að allir þingmenn verði frá höfuðborgarsvæðinu og vægi atkvæða getur orðið neikvætt og tillagan tekur auðlindir af landsbyggðinni, sem hafa verið í dreifðu eignarhaldi frá landnámi og leggur þær undir ríkið. NiðurlagHér skína í gegn hin neikvæðu áhrif netsins. Þau gætu fallið saman við áhuga meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu á að stjórna samfélaginu, en mörgum hefur fundist fulltrúalýðræðið styðja landsbyggðarsjónarmið og mikill áróður hefur verið gegn þeim. Þessar áherslur Stjórnlagaráðs og netverjanna eru tímaskekkja og ganga þvert á grundvallarhugmyndir Vesturlandabúa um lýðræði. Stjórnkerfi Vesturlanda eru ekki að taka neinum grundvallarbreytingum þrátt fyrir mikla og vaxandi notkun netsins, heldur er netið notað til að styðja hið þróaða lýðræðisform þeirra. Þá gengur alþjóðasamfélagið lengra og lengra í stuðningi við minnihlutahópa og þá sem búa afskekkt og eru árásir á stöðu þeirra einkennilegar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun