Ásgeir bíður spenntur eftir Jim Carrey 2. september 2011 16:00 hlýlegra um að litast Ásgeir Kolbeinsson á skemmti- og veitingastaðnum Austur eftir endurbæturnar sem hafa staðið yfir að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm „Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb
Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira