Meiri steypa? Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. september 2011 06:00 Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun