Sama bókin, sitthvor skatturinn Kristján B. Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun