Hvers vegna er ríkisstjórnin á móti framleiðslu kvikmynda? Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar