Verður aldrei FM-afinn 29. ágúst 2011 09:00 Er ekki að fara Svali hefur verið að í tuttugu ár sem útvarpsmaður, þar af nítján ár á FM 957. Hann segir ekkert fararsnið vera á sér þótt hann ætli ekki að enda sem FM-afinn. Svali var eitt ár á Rás 2 þar sem málfarsráðunautur RÚV fylgdist grannt með því hvort hann notaði nokkuð orðið „hæ“ og „bæ“. Hér er Svali með þeim Jóni Gústafssyni, Lísu Pálsdóttur, Fjalari Sigurðssyni og Hermanni Gunnarssyni.Fréttablaðið/Anton „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Sjá meira