LÍÚ hjólar í þjóðina Bolli Héðinsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar