Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 09:00 Veigar Páll Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. Mynd/Anton Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr. Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira