Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2011 10:00 „Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og hefur gengið mjög vel. Þetta hefur verið afar ánægjulegur tími.“ Teitur náði góðum árangri með Vancouver Whitecaps vestanhafs og tók mikinn þátt í uppbyggingu félagsins, sem nú leikur sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni. NordicPhotos/Getty images Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. „Það er engin spurning. Það er pottþétt að ef sú aðstaða kæmi upp að mér yrði boðin sú staða þá myndi ég kíkja á það. Starfið er mjög áhugavert,“ segir Teitur. Sýna þarf breytingum þolinmæðiHann hefur fylgst með íslenska boltanum eins og hægt er í Kanada, þar sem hann hefur starfað undanfarin fjögur ár. Óhætt er að segja að íslenska landsliðinu hafi gengið brösuglega undanfarin misseri en Teitur segir erfitt að dæma um hvað valdi því. „Ég veit að það hefur verið töluverð breyting í gangi, mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að koma inn. Það gerir starfið gríðarlega áhugavert því þá er hægt að forma það svolítið. Þetta hefur greinilega ekki verið auðvelt, enda verður fólk að sýna svona breytingum þolinmæði. En það er engin spurning að við eigum hörkuknattspyrnumenn, leikmenn sem hægt yrði að ná góðum árangri með.“ Teitur hefur lengst af ferilsins starfað erlendis, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og nú sem þjálfari í tæpan aldarfjórðung. Hann segir íslenska þjóðarstoltið ekki minnka þrátt fyrir langa fjarveru frá heimahögunum. „Nei, það gerir það ekki. Allavega ekki hjá mér. Það hverfur ekki. Ísland er alltaf heima, landið okkar. Það minnkar ekki.“ Fá æfingaleiki við sterkari þjóðirÍslenska landsliðið á eftir að spila þrjá leiki í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Undirritaður er á þeirri skoðun að ganga eigi frá ráðningu nýs þjálfara sem fyrst svo nýr þjálfari geti nýtt þá leiki sem eftir eru í riðlinum sem undirbúning fyrir næstu undankeppni. „Það má alveg líta á það þannig. Liðið hefur ekki það mikla möguleika á að undirbúa sig og þá eru svona leikir það besta sem er í boði. Þegar ég var með eistneska landsliðið gerðum við eins mikið af því og við gátum að fá æfingaleiki við betri þjóðir til þess að undirbúa okkur. Það hefur kannski ekki verið svo mikill möguleiki á því heima á Íslandi. Þar af leiðandi yrði möguleiki fyrir þann sem tæki við að byrja að prófa leikmenn í svona leikjum þegar það er enginn möguleiki á að komast áfram,“ segir Teitur. Fyrri landsliðsþjálfarar hafa haft ólíkar skoðanir á því hvernig knattspyrnu íslenska landsliðið eigi að spila. Teitur hefur sína skoðun á því. „Það er engin spurning að liðið verður að vera vel skipulagt varnarlega. En það verður einnig að vera leið til þess að sækja. Þá millileið getur verið erfitt að finna. En með þessa leikmenn sem standa til boða held ég að það hljóti að vera hægt.“ Starfið þarf að bjóðast tímanlegaTeitur segist hafa tekið sér gott frí í sumar, en það hafi hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann hafi virkilega notið þess að verja auknum tíma með fjölskyldunni. Hann sé hins vegar endurnærður eftir sumarið og þreifingar hafi verið í gangi um næsta starfsvettvang þótt ekkert sé ákveðið ennþá. „Þetta er eins og í öll þau skipti sem ég hef lokið tímabili hjá félögum. Þá líða nokkrir mánuðir og svo fer allt á fulla ferð. Þá detta yfirleitt inn einhverjir möguleikar,“ segir Teitur, sem segir að standi til að bjóða honum starf landsliðsþjálfara þurfi það að koma upp tímanlega því félög séu þegar farin að setja sig í samband við hann. Engan bilbug er að finna á Teiti, sem er orðinn 59 ára gamall. Skagamaðurinn, sem skoraði mörkin fyrir ÍA áður en hann lék sem atvinnumaður undir stjórn Arsene Wenger og Gerard Houllier, segir áhuga sinn á faginu ekki fara minnkandi. Þvert á móti. „Eins og ég hef alltaf sagt: meðan ég hef áhuga á að standa í þessu og hef gaman af því þá geri ég það. Þetta er það sem maður hefur alltaf haft mestan áhuga á. Að hafa fengið að vinna í öll þessi ár við áhugamálið er náttúrulega frábært.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. „Það er engin spurning. Það er pottþétt að ef sú aðstaða kæmi upp að mér yrði boðin sú staða þá myndi ég kíkja á það. Starfið er mjög áhugavert,“ segir Teitur. Sýna þarf breytingum þolinmæðiHann hefur fylgst með íslenska boltanum eins og hægt er í Kanada, þar sem hann hefur starfað undanfarin fjögur ár. Óhætt er að segja að íslenska landsliðinu hafi gengið brösuglega undanfarin misseri en Teitur segir erfitt að dæma um hvað valdi því. „Ég veit að það hefur verið töluverð breyting í gangi, mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að koma inn. Það gerir starfið gríðarlega áhugavert því þá er hægt að forma það svolítið. Þetta hefur greinilega ekki verið auðvelt, enda verður fólk að sýna svona breytingum þolinmæði. En það er engin spurning að við eigum hörkuknattspyrnumenn, leikmenn sem hægt yrði að ná góðum árangri með.“ Teitur hefur lengst af ferilsins starfað erlendis, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og nú sem þjálfari í tæpan aldarfjórðung. Hann segir íslenska þjóðarstoltið ekki minnka þrátt fyrir langa fjarveru frá heimahögunum. „Nei, það gerir það ekki. Allavega ekki hjá mér. Það hverfur ekki. Ísland er alltaf heima, landið okkar. Það minnkar ekki.“ Fá æfingaleiki við sterkari þjóðirÍslenska landsliðið á eftir að spila þrjá leiki í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Undirritaður er á þeirri skoðun að ganga eigi frá ráðningu nýs þjálfara sem fyrst svo nýr þjálfari geti nýtt þá leiki sem eftir eru í riðlinum sem undirbúning fyrir næstu undankeppni. „Það má alveg líta á það þannig. Liðið hefur ekki það mikla möguleika á að undirbúa sig og þá eru svona leikir það besta sem er í boði. Þegar ég var með eistneska landsliðið gerðum við eins mikið af því og við gátum að fá æfingaleiki við betri þjóðir til þess að undirbúa okkur. Það hefur kannski ekki verið svo mikill möguleiki á því heima á Íslandi. Þar af leiðandi yrði möguleiki fyrir þann sem tæki við að byrja að prófa leikmenn í svona leikjum þegar það er enginn möguleiki á að komast áfram,“ segir Teitur. Fyrri landsliðsþjálfarar hafa haft ólíkar skoðanir á því hvernig knattspyrnu íslenska landsliðið eigi að spila. Teitur hefur sína skoðun á því. „Það er engin spurning að liðið verður að vera vel skipulagt varnarlega. En það verður einnig að vera leið til þess að sækja. Þá millileið getur verið erfitt að finna. En með þessa leikmenn sem standa til boða held ég að það hljóti að vera hægt.“ Starfið þarf að bjóðast tímanlegaTeitur segist hafa tekið sér gott frí í sumar, en það hafi hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann hafi virkilega notið þess að verja auknum tíma með fjölskyldunni. Hann sé hins vegar endurnærður eftir sumarið og þreifingar hafi verið í gangi um næsta starfsvettvang þótt ekkert sé ákveðið ennþá. „Þetta er eins og í öll þau skipti sem ég hef lokið tímabili hjá félögum. Þá líða nokkrir mánuðir og svo fer allt á fulla ferð. Þá detta yfirleitt inn einhverjir möguleikar,“ segir Teitur, sem segir að standi til að bjóða honum starf landsliðsþjálfara þurfi það að koma upp tímanlega því félög séu þegar farin að setja sig í samband við hann. Engan bilbug er að finna á Teiti, sem er orðinn 59 ára gamall. Skagamaðurinn, sem skoraði mörkin fyrir ÍA áður en hann lék sem atvinnumaður undir stjórn Arsene Wenger og Gerard Houllier, segir áhuga sinn á faginu ekki fara minnkandi. Þvert á móti. „Eins og ég hef alltaf sagt: meðan ég hef áhuga á að standa í þessu og hef gaman af því þá geri ég það. Þetta er það sem maður hefur alltaf haft mestan áhuga á. Að hafa fengið að vinna í öll þessi ár við áhugamálið er náttúrulega frábært.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira