Hverjir eru frjálslyndastir? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun