

Vér hinir óskeikulu
Því miður er það svo í íslensku réttarfari að þar hefur þróast spilling sem er verri en nokkur spilling sem áður hefur sést í íslensku samfélagi. Spilling þessi einkennist af umsögn lögmanna sem leitað er til varðandi rekstur máls fyrir dómi að lögmennirnir biðja skjólstæðinga sína að leggjast á bæn og biðja þess að ákveðnir dómarar komi ekki til með að hafa afskipti af málinu.
Dómar eru kveðnir upp án tillits til þess sem mælt er fyrir í lögum og eru slíkir utanlaga dómar miklu fleiri en hinn almenni borgari gerir sér grein fyrir.
Dómur sem kveðinn er upp á að vera til að skýra fyrir almenningi hvernig eigi að túlka umrætt orðalag í lögum sem sett eru af Alþingi í þeim tilgangi að samskipti þegnanna geti gengið með sem fæstum árekstrum. Þegar uppkveðnir dómar í sams konar eða sambærilegum málum eru á einn veg í dag en á allt annan veg á morgun er ekki hægt að taka úrskurð dómara alvarlega.
Framkvæmd dóma á Íslandi er eins og „rússnesk rúlletta“ því dómurinn sem kveðinn var upp í gær vegna skemmdarverka getur í sambærilegu máli verið úrskurðaður af dómara sem löglegt skemmdarverk á morgun. Ekkert samræmi er í túlkun dómara innan hins íslenska réttarkerfis. Fyrir hendi eru skriflegar sannanir fyrir því að álit eins dómara er öndvert við álit dómsstjóra sama dómstóls.
Þegar slíkar sannanir eru fyrirliggjandi um mistúlkanir dómara á lögum og hringlandahátt er því fylgir innan réttarkerfisins án þess að þegnarnir fá leiðréttingu sinna mála er þjóðfélagið á hættulegri braut.
Notkun dómara á fölsuðum gögnum í úrskurðum sínum og að þeir neiti að fara að lögum er ekkert einsdæmi. Fyrir hendi eru fleiri en eitt dæmi (mörg) um að dómari hafi notað falsað gagn sem úrskurður dómarans var byggður á. Þegar réttarkerfið er komið út á svo hála braut að úrskurður dómara er byggður á fölsuðu gagni er stutt í að farið verði í að höggva mann og annan. M.ö.o. að menn hlíta ekki úrskurði dómara heldur taka lögin í sínar eigin hendur.
Lagasetning og tilkoma skipunar á dómara var til þess ætluð að með því yrði hægt að koma í veg fyrir þau vígaferli sem viðgengust á öldum áður.
Réttarkerfið sem spannst upp í kringum dómara er orðið að myllusteini um háls þjóðarinnar því ekkert er að marka uppkveðna dóma. Þjóðin þarf að halda uppi stórum hópi manna sem níðast á þegnunum með geðþóttaúrskurðum sem kallast dómar en dómarnir eru þess eðlis að þeir leysa engan vanda innan samfélagsins.
Eina atriðið sem leyst er með uppkvaðningu dóms er að það eru fluttir peningar frá aðilum að málarekstri og yfir til lögmanna. Sá sem tapar máli þarf að greiða tvisvar til þrisvar sinnum meira í kostnað en sá sem fær jákvæðan úrskurð dómara.
Sá sem verður undir í ræðuhöldum fyrir dómara getur ekki leitað réttar síns á neinn hátt. Lögbrot dómara eru fengin mönnum innan sömu starfsklíku til skoðunar og gera ekkert annað en að hvítþvo misgjörðirnar sem felast í dómsorðum. Þvottastöðvar þessar eru Nefnd um dómarastörf og Dómstólaráð. Þeir sem eru skipaðir í þessa nefnd og ráð koma úr hópi dómara og að ætlast til þess að þeir fari að kasta rýrð á starfsfélaga sína er álíka og að bregðast samtökum á borð við bandarísku mafíuna.
Dómar sem falla undir utanlaga-dómsúrskurð eru miklu fleiri en fólk í landinu gerir sér grein fyrir.
Dæmi er um að uppkveðinn dómur boðaði að ofbeldi væri löglegt ofbeldi og þeir sem urðu fyrir ofbeldinu fengu heimild dómarans til að snúast til varnar og beita ofbeldi gegn ofbeldismanninum.
Erum við ekki komin á það stig í dómararuglinu að fyrri tíma vígaferli eru innan seilingar?
Skoðun

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar

Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor
Engilbert Sigurðsson skrifar

Flosa í formanninn
Jónas Már Torfason skrifar

VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu
Harpa Sævarsdóttir skrifar

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir
Gunnar Úlfarsson skrifar

Sólarhringur til stefnu
Flosi Eiríksson skrifar

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar?
Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Sjálfbærni og mikilvægi háskóla
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Að kenna eða ekki kenna
Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar

Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær
Aríel Pétursson skrifar

Nú ertu á (síðasta) séns!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Opið bréf til allra félagsmanna VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Táknrænar 350 milljónir
Sigmar Guðmundsson skrifar

Átök Bandaríkjanna við Evrópu
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna
Aron Heiðar Steinsson skrifar

„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu
Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar

Gull og gráir skógar
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Afstaða háskólans
Björn Þorsteinsson skrifar

Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn
Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar

Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar