Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur 25. ágúst 2011 19:00 Slapp við alvarleg meiðsli Keyrt var á Fjölni Bragason á mótorhjóli hans í miðbæ Reykjavíkur. Hann slapp með lítils háttar meiðsl og hafði mestar áhyggjur af hjólinu sínu. fréttablaðið/Valli „Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Að sögn Fjölnis átti áreksturinn sér stað á litlum hraða og hann varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég er reyndar staddur uppi á slysavarðstofu núna að láta athuga á mér fótinn sem varð á milli þegar hjólið fór á hliðina.“ Við nánari athugun kom í ljós að Fjölnir var ansi bólginn á kálfanum, hnéð var aðeins laskað og hann fékk slink á bakið. „Læknirinn bað mig um taka því rólega næstu daga, þá myndi þetta nú koma.“ Fjölnir er tiltölulega nýbyrjaður að hjóla um á mótorhjóli og hann biður menn að hugsa sinn gang í umferðinni. „Það gengur ekki að menn séu með hugann við eitthvað annað en aksturinn. Menn verða að athuga hvað þeir eru að gera.“ Sá sem ók á Fjölni lét sig hins vegar hverfa og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Sem betur fer fyrir Fjölni stöðvaði hann för sína á ljósum skammt frá og hleypti frúnni sinni út. Fjölnir náði því að hlaupa hann uppi. „Svo kom þarna leigubílstjóri sem varð vitni að þessu öllu, hann setti upp rauða þríhyrninginn, gaf skýrslu og skutlaði mér svo upp á slysavarðstofu. Hann var miskunnsami Samverjinn.“ Fjölnir hafði skiljanlega einnig áhyggjur af hjólinu, hann segir að stefnuljósin hafi brotnað og bensínstankurinn hafi rispast. Aðrar skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós. Hjólið er sérsmíðað og var áður í eigu ljósmyndarans Spessa, það er 1500 kúbik og af gerðinni Harley Davidson Night Train sem búið er að breyta í „chopper“. „Kaupverðið er ekki gefið upp en það var rándýrt. Spessi á annað hjól og ákvað að selja mér þetta, enda selurðu ekki hverjum sem er barnið þitt.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Sjá meira
„Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Að sögn Fjölnis átti áreksturinn sér stað á litlum hraða og hann varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég er reyndar staddur uppi á slysavarðstofu núna að láta athuga á mér fótinn sem varð á milli þegar hjólið fór á hliðina.“ Við nánari athugun kom í ljós að Fjölnir var ansi bólginn á kálfanum, hnéð var aðeins laskað og hann fékk slink á bakið. „Læknirinn bað mig um taka því rólega næstu daga, þá myndi þetta nú koma.“ Fjölnir er tiltölulega nýbyrjaður að hjóla um á mótorhjóli og hann biður menn að hugsa sinn gang í umferðinni. „Það gengur ekki að menn séu með hugann við eitthvað annað en aksturinn. Menn verða að athuga hvað þeir eru að gera.“ Sá sem ók á Fjölni lét sig hins vegar hverfa og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Sem betur fer fyrir Fjölni stöðvaði hann för sína á ljósum skammt frá og hleypti frúnni sinni út. Fjölnir náði því að hlaupa hann uppi. „Svo kom þarna leigubílstjóri sem varð vitni að þessu öllu, hann setti upp rauða þríhyrninginn, gaf skýrslu og skutlaði mér svo upp á slysavarðstofu. Hann var miskunnsami Samverjinn.“ Fjölnir hafði skiljanlega einnig áhyggjur af hjólinu, hann segir að stefnuljósin hafi brotnað og bensínstankurinn hafi rispast. Aðrar skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós. Hjólið er sérsmíðað og var áður í eigu ljósmyndarans Spessa, það er 1500 kúbik og af gerðinni Harley Davidson Night Train sem búið er að breyta í „chopper“. „Kaupverðið er ekki gefið upp en það var rándýrt. Spessi á annað hjól og ákvað að selja mér þetta, enda selurðu ekki hverjum sem er barnið þitt.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Sjá meira