Ný prímadonna í leikhúsheiminum 25. ágúst 2011 12:00 Ný stjarna Myrra þreytir frumraun sína á leiksviði í vetur þegar hún fer með hlutverk Tótó í Galdrakarlinum í Oz. Hér er hún ásamt Ástu Dóru Ingadóttur þjálfara sínum. Fréttablaðið/gva „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Myrra fer með hlutverk hundsins Tótó í uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og mætti á sína fyrstu æfingu í gærmorgun. Að sögn viðstaddra á æfingu sló Myrra rækilega í gegn og var það mál manna að ný stjarna væri fædd í leikhúsheiminum. „Hún Myrra er búin að vera hjá mér síðustu fjórar vikurnar og má ekki hitta eiganda sinn meðan á þjálfuninni stendur. Ég kalla þetta sumarbúðir,“ segir Ásta Dóra en þetta er í annað sinn sem hún þjálfar hund upp í hlutverk Tótó. „Ég þjálfaði líka hundinn sem lék í leikritinu fyrir fimmtán árum svo ég er öllu vön.“ Ásta Dóra vill meina að Myrra sé smá prímadonna en henni finnst gaman að fara í útreiðatúra en neitar að fara á hest sem er ekki í sama lit og hún sjálf, sem sagt vill bara gráan. „Hún er mjög fyndin. Svo þegar við erum á leið á þreksvæðið, þá situr hún á vespunni með mér, á meðan hinir hundarnir hlaupa.“ Þjálfun Myrru, sem er West Highland White Terrier, gengur út á að fá hana til að hlýða Ástu Dóru og treysta. Einnig þarf Myrra að skipta um kyn á sviðinu því Tótó er karlkyns. „Ég er að þjálfa hana í hálfgerða lífsstílsbreytingu, hlýða strax og svara karlkynsskipunum. Svona heimilishundar eins og Myrra eru ekki vanir svona miklum afskiptum,“ segir Ásta Dóra, sem verður á bak við tjöldin í öllum sýningunum. „Myrra verður að hlýða mér og svo Láru sem leikur Dóróteu. Þær hittust fyrst á æfingu í morgun og náðu vel saman.“ - áp Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Myrra fer með hlutverk hundsins Tótó í uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og mætti á sína fyrstu æfingu í gærmorgun. Að sögn viðstaddra á æfingu sló Myrra rækilega í gegn og var það mál manna að ný stjarna væri fædd í leikhúsheiminum. „Hún Myrra er búin að vera hjá mér síðustu fjórar vikurnar og má ekki hitta eiganda sinn meðan á þjálfuninni stendur. Ég kalla þetta sumarbúðir,“ segir Ásta Dóra en þetta er í annað sinn sem hún þjálfar hund upp í hlutverk Tótó. „Ég þjálfaði líka hundinn sem lék í leikritinu fyrir fimmtán árum svo ég er öllu vön.“ Ásta Dóra vill meina að Myrra sé smá prímadonna en henni finnst gaman að fara í útreiðatúra en neitar að fara á hest sem er ekki í sama lit og hún sjálf, sem sagt vill bara gráan. „Hún er mjög fyndin. Svo þegar við erum á leið á þreksvæðið, þá situr hún á vespunni með mér, á meðan hinir hundarnir hlaupa.“ Þjálfun Myrru, sem er West Highland White Terrier, gengur út á að fá hana til að hlýða Ástu Dóru og treysta. Einnig þarf Myrra að skipta um kyn á sviðinu því Tótó er karlkyns. „Ég er að þjálfa hana í hálfgerða lífsstílsbreytingu, hlýða strax og svara karlkynsskipunum. Svona heimilishundar eins og Myrra eru ekki vanir svona miklum afskiptum,“ segir Ásta Dóra, sem verður á bak við tjöldin í öllum sýningunum. „Myrra verður að hlýða mér og svo Láru sem leikur Dóróteu. Þær hittust fyrst á æfingu í morgun og náðu vel saman.“ - áp
Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira