Ruglingsleg umræða Kristján Jóhannsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar