Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar