Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar?
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar