Rannsóknarnefndir og réttlæti Brynjar Níelsson skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun