KR á móti Dinamo í kvöld: Leikir sem menn dreymir um að spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 08:00 KR-ingar hafa farið á kostum í öllum keppnum í sumar og reyna í kvöld að halda Evrópuævintýrinu gangandi. Mynd/Valli KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira