Eldhúsinu breytt í sjónvarpstúdíó fyrir Al Jazeera 15. júlí 2011 13:15 úr stúdíóinu í eldhúsinu Guðný beið pollróleg í stofunni á Suður-Knarrartungu á meðan Siv Friðleifsdóttir útskýrði frumvarp sitt varðandi takmörkun á sölu tóbaks fyrir milljónum áhorfenda á Al Jazeera. „Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira