Einstakt tækifæri Bændasamtakanna Jón Sigurðsson skrifar 10. júní 2011 00:01 Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB. Utanríkisráðherra hefur brugðist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bændur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evrópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utanríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur. Þetta eitt eru stórtíðindi. Bændasamtökin hljóta að óska eftir nánari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svonefndum Norðurslóðastuðningi. En Bændasamtökin hljóta einnig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi: 1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim. 2Vernd fyrir íslenskum búfjárstofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna. 3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um landbúnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnurekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum. Evrópusambandið er mjög metnaðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum nýtur sjálfræðis og sérstöðu samkvæmt 349. gr. aðalsáttmála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum. Þegar þessi atriði koma til skoðunar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þessara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einnig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum. Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gildandi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB. Utanríkisráðherra hefur brugðist til andsvara. Hann bendir á að það geti komið út á eitt fyrir bændur þegar vöruverð til neytenda lækkar en ríkisstyrkir ásamt Evrópustyrkjum til bænda hækki þá verulega á móti. Varla talar utanríkisráðherra svo skýrt nema fyrir liggi sterkar líkur eða fullvissa um slíkan samningsárangur. Þetta eitt eru stórtíðindi. Bændasamtökin hljóta að óska eftir nánari upplýsingum um þetta, og þ. á m. hvort þetta verður sérstakt samningsákvæði eða hluti af svonefndum Norðurslóðastuðningi. En Bændasamtökin hljóta einnig að leggja áherslu á fleiri atriði í viðræðunum um aðild Íslands að ESB. Meðal slíkra áherslumála hljóta að vera þessi: 1 Vernd gegn dýrasjúkdómum, en Íslendingar hafa hörmulega reynslu af þeim. 2Vernd fyrir íslenskum búfjárstofnum, en Íslendingar rækta sérstök kyn nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita, hunda og hænsna. 3 Ákvæði sambærileg á við þau sem gilda nú innan ESB um landbúnað á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum, og um atvinnurekstur, fasteignir og jarðeignir á Möltu og Álandseyjum. Evrópusambandið er mjög metnaðarfullt varðandi varnir gegn dýrasjúkdómum. ESB er einnig mjög áhugasamt og metnaðarfullt varðandi vernd og öryggi fyrir fjölbreytni í lífríki. Landbúnaður á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum nýtur sjálfræðis og sérstöðu samkvæmt 349. gr. aðalsáttmála ESB. Reglur ESB banna kaup á lóðum, jörðum, húsum eða öðrum eignum á Möltu og Álandseyjum nema kaupandi hafi lögheimili og reglulega búsetu á staðnum. Þegar þessi atriði koma til skoðunar á vettvangi ESB er ekki talað um árekstur við fjórfrelsið, heldur er því vikið til hliðar vegna þessara forgangsákvæða. Framkvæmd slíkra forgangsákvæða skiptir miklu hér á landi. Ljóst er t.d. að íslenskir búfjárstofnar verða því aðeins verndaðir að bændur hafi rekstrarlegar forsendur til að nýta þá. Án slíkra ákvæða verður einnig ókleift að verjast uppkaupum á hlunnindajörðum. Bændasamtökin eiga nú fágætt – líklega einstætt – tækifæri til að hafa veruleg áhrif á samningsferlið um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þau geta tryggt mikilvæga hagsmuni íslenskra bænda á grundvelli ýmissa gildandi reglna ESB. Því verður varla trúað að Bændasamtökin vilji láta þetta undir höfuð leggjast.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun