Katy Perry segir að eiginmaður hennar, Russell Brand, haldi henni jarðtengdri. Hún eigi það til að missa stundum fótanna í glamúr og glys fræga fólksins. Þetta kemur fram í Vanity Fair.
Perry sló eftirminnilega í gegn árið 2008 og viðurkennir í viðtalinu að frægðin eigi það stundum til að stíga henni til höfuðs. Þá hafi hún manninn sinn til að koma sér niður á jörðina aftur.
„Hann kemur mér alltaf í samband við raunveruleikann og minnir mig á hvað það er í lífinu sem skiptir mestu máli."
Heldur Perry á jörðinni
