Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums 13. maí 2011 08:00 Sigurður Ásgeir í Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Fréttablaðið/Arnþór Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira