Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum 12. maí 2011 16:00 stefna hátt Okkervil River hefur sent frá sér nýja plötu sem gæti gert hljómsveitina miklu stærri að mati The Guardian. Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira