Innlent

Kallaði sjálfstæðismenn "grátkonur“

Mörður Árnason virðist eiga nokkuð auðvelt með að ganga fram af samstarfsmönnum sínum á þingi.
Mörður Árnason virðist eiga nokkuð auðvelt með að ganga fram af samstarfsmönnum sínum á þingi.
Forseti Alþingis bað Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, að gæta orða sinna í gær þegar hann kallaði þingmenn Sjálfstæðisflokksins grátkonur í umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm.

Frumvarpið, sem varð að lögum í gær, snýst um að dómarar sem eiga sæti í landsdómi skuli ljúka meðferð máls þrátt fyrir að kjörtímabil þeirra klárist í miðju málinu. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt það beinast sérstaklega gegn Geir H. Haarde. Mörður ávarpaði Einar K. Guðfinnsson sérstaklega og sagði að hann væri „hin mesta grátkona af öllum grátkonum Sjálfstæðisflokksins“.

Hann bætti við að Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson hefðu þegar grátið vegna málsins. Þingmennirnir hefðu komið grátbólgnir í pontu eftir að hafa áður snyrt sig í speglinum til að slá pólitískar keilur í málinu.

Þingforsetinn Þuríður Backman sló í bjölluna og bað Mörð að gæta orða sinna. Mörður svaraði því til að hann teldi orðin hafa verið fullkomlega saklaus. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×